27. febrúar 2019

Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Barnamenningarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2019 klukkan 16:00.

Rannís auglýsir nú eftir umsóknum í Barnamenningarsjóð Íslands sem stofnaður var í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna og ungmenna. Í starfi hans er meðal annars horft til áherslu menningarstefnu um samstarf stofnana, skóla, félagasamtaka og einstaklinga og jafnt aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka að öðru leyti mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Listamenn, stofnanir, félagasamtök og aðrir lögaðilar sem sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um í sjóðinn.

Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl nk. og skal umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar um sjóðinn og umsóknagögn er að finna á síðu Barnamenningarsjóðs.

Styrkur er veittur úr sjóðnum einu sinni á ári en úthlutun styrkja fer fram á Degi barnsins. Dagur barnsins er síðasta sunnudag í maí ár hvert en beri hann upp á hvítasunnudag skal hann vera næsta sunnudag á undan. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica