29. apríl 2014

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð verður haldin í fjórða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014.

BarnamenningarhátíðBarnamenningarhátíð verður haldin í fjórða sinn í Reykjavík dagana 29. apríl til 4. maí 2014. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.

Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.

Dagskrá og nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.barnamenningarhatid.is

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fjallað um barnamenningu í 31. gr.:

31. gr.
1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. 

2. Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica