18. september 2007

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð sl. laugardag, 15. september, af Velferðarsjóði barna. Umboðsmaður barna óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð sl. laugardag, 15. september, af Velferðarsjóði barna. Að lokinni frumsýningu á Óvitum hjá Leikfélagi Akureyrar steig Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á svið og tilkynnti um stofnun verðlaunanna.

Fyrsta viðurkenningin úr sjóðnum fer til Guðrúnar sjálfrar. Til stendur að veita viðurkenningu árlega til höfundar sem þykir hafa skarað fram úr í barnabókmenntum.

Guðrún Helgadóttir er flestum Íslendingum kunnug fyrir stórkostlegt framlag sitt til barnamenningar. Hún hefur í gegnum skáldsögur sínar og leikrit skemmt börnum á öllum aldri og vakið til umhugsunar auk þess sem hún hefur veitt hinum fullorðnu innsýn í veröld barna fyrr og nú. Umboðsmaður barna óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica