26. mars 2021

Barn.is tilnefnt til verðlauna

Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) verða veitt í kvöld. Vefur umboðsmanns barna er tilnefndur í tveimur flokkum, sem opinber vefur ársins og samfélagsvefur ársins. 

Vefsíðan barn.is fór í loftið fyrir ári síðan og er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með góðum upplýsingum og einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir. Þá er hægt að nálgast algengar spurningar frá börnum og ungmennum og svör við þeim með einföldum hætti. Nýjasta viðbótin er vefspjall fyrir börn og ungmenni sem einfaldar aðgengi þeirra að ráðgjöfum. 

Barn.is er unnin í samvinnu við Hugsmiðjuna sem sá um hönnun og forritun en Hugsmiðjan á 19 tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna í ár sem er ansi góður árangur. Við erum afskaplega stolt af okkar samvinnu og þeim tilnefningum sem hún hefur gefið af sér. 

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við. 

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Ítarefni:

 

 

 

 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica