18. janúar 2006

Aukið sjónvarpsáhorf barna

Sjónvarpsnotkun hefur færst mjög í aukana með fjölgun tækja og hinni miklu fjölgun sjónvarpsrása sem Íslendingar hafa orðið vitni að. 

Sjónvarpsnotkun hefur færst mjög í aukana með fjölgun tækja og hinni miklu fjölgun sjónvarpsrása sem Íslendingar hafa orðið vitni að.  Í upphafi "sjónvarpsaldar" horfði fjölskyldan saman á sjónvarpið en á síðustu árum hefur sjónvarpsáhorf verið að breytast í einstaklingsathöfn.  Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands heldur utan um langtímarannsóknina "Börn og sjónvarp".  Rannsóknin tekur til sex kannana, sem hafa verið framkvæmdar á tímabilinu 1968-2003 hjá 10-15 ára börnum (10-14 ára í fyrstu rannsókninni). 

Árið 1968 sögðust 2% ungmennana venjulega vera ein þega þau horfðu á sjónvarpið.  Árið 1985 sögðust 12% mjög oft horfa ein á sjónvarpið.  Árið 2003 var þessi tala komin upp í 40%.

Í þremur fyrstu könnununum þótti ekki ástæða til að spyrja ungmennin sérstaklega um eignarhald þeirra sjálfra á tækjunum, heldur var látið nægja að líta á tækjaeign heimila þeirra.  Þegar árið 1991 er meira en fjórða hvert ungmenni á aldrinum 10-15 ára komið með eigið tjónvarpstæki.  Árið 2003 sögðust tveir þriðju hlutar svarenda hafa eigið sjónvarpstæki.

Árið 1985 var vikuleg sjónvarpsnotkun að meðaltali rúmir 10 klst. á viku.  Árið 2003 var meðaláhorf ungmennana rúmar 13 klst.  Tölur um tölvunotkun, sem hefur farið vaxandi á síðustu árum, spanna miklu skemmra tímabil.  Þó blasir við að þar er einnig á ferðinni mjög vinsæl og tímafrek iðja, sem fólk stundar vafalítið í enn ríkara mæli eitt síns liðs en sjónvarpsnotkun.

Heimild: Þorbjörn Broddason: "Börn og breyttir miðlar".  Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna.  Útg. 2005 af umboðsmanni barna og Háskóla Íslands.  Nánar hér.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica