Aukaefni og ofvirkni barna
Umhverfisstofnun hefur birt umfjöllun um niðurstöður rannsókna sem háskólinn í Southampton vann í samráði við bresku matvælastofnunina um tengsl aukaefna í matvælum við ofvirkni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hugsanlega geti neysla á blöndu af þessum rotvarnar- og litarefnum haft áhrif á hegðunarmunstur barna á þann hátt að ofvirkni aukist.
Um er að ræða eftirfarandi efni:
Litarefnin:
- 
tartrasín (E 102)
- 
quinoline yellow (E104)
- 
sunset yellow FCF (E 110)
- 
asórúbín (E 122)
- 
ponceau 4R (E 124)
- 
allúra rautt ( E 129)
Rotvarnarefni: natríumbensóat (E 211)
Leyfilegt er að nota þau rotvarnar- og litarefni sem rannsóknin náði til í ýmsar matvörur svo sem sælgæti og drykkjarvörur.
Nánar hér á www.ust.is.