16. febrúar 2009

Átaksvika 1717 gegn einelti

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaksviku gegn einelti vikuna 15.-21. febrúar. Hjálparsíminn hvetur alla sem orðið hafa fyrir einelti, þekkja einhvern sem er þolandi eineltis eða er sjálfur gerandi að hringja í 1717 og opna sig fyrir hlutlausum aðila sem getur veitt upplýsingar um úrræði við hæfi.

Hjálparsíminn 1717 efnir til slíks átaks tvisvar á ári þar sem vakin er athygli á sérstökum málaflokkum. Tilgangur átaksvikunnar að þessu sinni er að minna þá sem orðið hafa fyrir einelti á að þeir geti fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717. Einnig er ætlunin að hvetja til umræðu í þjóðfélaginu um afleiðingar eineltis jafnframt því að benda á leiðir til úrlausnar.

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Hjálparsímans hafa fengið fræðslu um forvarnir gegn einelti, birtingarmyndir þess og afleiðingar fyrir einstaklinga. Þeir sem komu að fræðslunni var sálfræðingur Rauða krossins, fulltrúar frá Regnbogabörnum og Liðsmenn Jerico (hagsmunasamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltis).

Hjálparsími Rauða krossins hvetur alla til þess að taka höndum saman og taka saman á vandanum - einelti er ofbeldi sem verður að uppræta!

Einkunnarorð 1717 eru hlutleysi, skilningur, nafnleysi og trúnaður. Síminn er opinn allan sólahringinn allan ársins hring, gjaldfrjáls og það birtist ekki á símareikningnum að hringt hafi verið í 1717.


 

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica