10. júní 2014

Ársskýrsla 2013 komin út

SUB 2013 KapaÚt er komin skýrsla umboðsmanns barna fyrir störf sín á árinu 2013.

Lög um umboðsmann barna nr. 83/1994 kveða á um lögbundin verkefni em bættisins. Hins vegar ræðst starf­ semin að nokkru leyti af þeim erindum sem berast  embættinu eins og þegar hefur verið tekið fram. Einnig getur umboðsmaður tekið mál til skoðunar að eigin frumkvæði og komið með tillögur til úrbóta á rétt a r regl­um og fyrir mælum stjórn valda er varða börn sérstaklega.

Starfsárið 2013 var viðburðaríkt hjá umboðsmanni barna og starfsfólki hans. Megináherslur ársins hjá embætti umboðsmanns barna voru annars vegar málefni barna með sérþarfir sem eru á svokölluðu „gráu svæði“ og hins vegar málefni barnaverndar.

Í ársskýrslunni er fjallað um ýmis önnur mál sem komu á borð umboðsmanns á árinu, svo sem umskurð ungra drengja, tannlæknaþjónustu við börn og fleiri heilbrigðismál auk umfjöllunar um breytingu á barnalögum, skólamál, barnavernd og lýðræðislega þátttöku barna. Að venju er skýrslan brotin upp með tilvitnunum í börn og aðra sem hafa haft samband við embættið.

Í byrjun árs var langþráðu markmiði náð þegar samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi 20. febrúar 2013. Lögfesting sáttmálans hefur verið baráttumál embættisins á undanförnum árum og fagnar umboðsmaður því að hann sé orðinn að lögum. Umboðsmaður barna vonar að lögfesting Barnasáttmálans verði til þess að réttindi og hagsmunir barna á Íslandi verði betur tryggðir.

Opna ársskýrslu umboðsmanns barna 2013 (PDF).

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica