19. nóvember 2009

Árleg skýrsla UNICEF tileinkuð Barnasáttmálanum

Sérstök útgáfa árlegrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna í heiminum (e. The State of the World's Children) var kynnt í dag, 19. nóvember.

Sérstök útgáfa árlegrar skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna í heiminum (e. The State of the World's Children) var kynnt í dag, 19. nóvember. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um áhrif Barnasáttála Sameinuðu þjóðanna og þær áskoranir sem enn standa í vegi fyrir að réttindi barna séu uppfyllt. Skýrslan kemur nú út degi áður en þess er minnst að 20 ár eru síðan sáttmálinn var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Aðstæður barna hafa batnað mikið frá því að Barnasáttmálinn var samþykktur fyrir 20 árum. Enn er þó langt því frá að öll börn njóti þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum.

Skýrslan inniheldur ritgerðir margra sérfræðinga í málefnum barna sem og dæmi um réttindastöðu barna í mörgum löndum.

Nánar á vef UNICEF á Íslandi.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica