4. febrúar 2025

Árangursríkur samráðsfundur barna og Strætó

Laugardaginn 1. febrúar fór fram samráðsfundur barna og ungmenna, Strætó og kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu í Hinu húsinu. Fundurinn var samstarfsverkefni umboðsmanns barna, UNICEF á Íslandi og Strætó.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna, ungmennaráð UNICEF og Strætó efndu til samráðsfundar með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna en markmið fundarins var að koma á formlegum umræðum á milli barna og ungmenna, Strætó og sveitarstjórnum um umbætur á strætókerfinu með hag barna að leiðarljósi.

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga, opnuðu fundinn. Í kjölfarið fluttu Júlíana og Dagur erindi um börn og Strætó fyrir hönd ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Steinn fulltrúi frá starfsfólki Strætó hélt kynningu um starfsemi þeirra.

Barnathing_hitt_husid_01022025-5

Barnathing_hitt_husid_01022025-11

Barnathing_hitt_husid_01022025-19

Eftir erindin var farið í hópaskiptar umræður á sex borðum þar sem börn, ungmenni, forsvarsfólk Strætó og kjörnir fulltrúar ræddu sín á milli hugmyndir um umbætur á þjónustu Strætó fyrir börn og ungmenni. Hvert borð hafði ákveðið þema og þau þemu sem voru fyrir valinu eru eftirfarandi: aðstaða og hreinlæti, leiðarkerfi, gjaldskrá og greiðsluleiðir, fötluð og jaðarsett börn, samskipti og öryggi.

Barnathing_hitt_husid_01022025-35

Barnathing_hitt_husid_01022025-31

Barnathing_hitt_husid_01022025-25

Barnathing_hitt_husid_01022025-27

Fundurinn var vel sóttur af ungmennum, Strætó og fulltrúum sveitarstjórna. Umboðsmaður barna þakkar UNICEF og Strætó fyrir samstarfið, og þakkar fyrir góðar mótttökur. 

Barnathing_hitt_husid_01022025-2

Barnathing_hitt_husid_01022025-4

Barnathing_hitt_husid_01022025-29


Besta-leidin-fyrir-bornin-002-1


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica