Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Náum áttum fundur um samfélagsþátttöku barna

Þriðjudaginn 5. nóvember var síðasti Náum Áttum fundur þessa árs. Að þessu sinni var umræðuefni fundarins  "Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag". Á fundinum fjallaði Laura Lundy sérstaklega um börn sem verjendur réttinda og mikilvægi þess að fullorðnir skapi vettvang þannig að þær raddir heyrist. 

Þá fjallaði Elísabet Gísladóttir, sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu um barnasáttmálann og sögu hans og velti fyrir sér hvort að sáttmálinn væri íhaldssamur eða framsækinn. Komst hún að þeirri niðurstöðu að líklega væri hann hvoru tveggja. Að lokum héldu þær Ída Karólína Harris og Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir erindi um sína reynslu af því að hafa áhrif í samfélaginu. Ida Karólína fjallaði um sína reynslu af því að taka þátt í loftlagsmótmælum barna- og ungmenna á hverjum föstudegi og Ragnheiður Vala fjallaði m.a. um þau áhrif sem hún hefur haft á sitt nærsamfélag með því að ræða beint við ráðamenn. Hvöttu þau ungmenni til að vera óhrædd við að tjá sig og láta rödd sína heyrast. 

 

Mynd frá fundi Náum áttum