Fréttir: maí 2019 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

10. maí 2019 : Skólasókn - skólaforðun

Málþing verður um skólasókn og skólaforðun verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík, 20. maí 2019, kl. 08:30-12:00. Samband íslenskra sveitafélaga stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Velferðarvaktina og umboðsmann barna.

10. maí 2019 : Raddir fatlaðra barna - félags- og barnamálaráðherra afhent skýrsla sérfræðihóps

Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum sérfræðihóps fatlaðra barna og unglinga. Þar koma fram ábendingar hópsins um það sem betur má fara í málefnum fatlaðra barna og unglinga. Þær snúa meðal annars að aðgengi, ferðaþjónustu, upplýsingagjöf, tómstundastarfi, fordómum, virðingu í samskiptum, einelti og ofbeldi.

8. maí 2019 : Hlutverk foreldra í forvörnum - morgunverðarfundur Náum áttum

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins verður miðvikudaginn 15. maí nk. klukkan 8:15 - 10:00 á Grand hótel. Skráning er á heimasíðu Náum áttum hópsins.

4. maí 2019 : Réttindi barna í stafrænu umhverfi - barnaréttarnefnd kallar eftir athugasemdum

Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fer með eftirlit með Barnasáttmálanum, hyggst gefa út almenna athugasemd um réttindi barna í stafrænu umhverfi. Hún hefur af því tilefni kallað eftir athugasemdum frá öllum sem vilja láta málið til sín taka
Síða 2 af 2

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica