Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fræðsluefni um Barnasáttmálann - samstarfssamningur undirritaður

Í gær var áframhaldandi samstarfssamningur undirritaður milli Barnaheilla - Save the children á Íslandi, Menntamálastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef á Íslandi í tengslum við náms- og fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og útgáfu bæklinga og veggspjalds um Barnasáttmálans. 

Samstarfið er áframhald af vinnu sem fór af stað árið 2008 en þá voru gefin út bæklingar og veggspjöld um Barnasáttmálann. Í framhaldinu var unnið að gerð vefsíðu um Barnasáttmálann. Efnið er hins vegar komið til ára sinna og tímabært að uppfæra það og aðlaga að nýjum tíma. Undirritunin markar þau tímamót og hlökkum við til áframhaldandi samvinnu við það mikilvæga starf að vekja athygli um réttindi barna og fræða börn og fullorðna um Barnasáttmálann. 

Mynd: undirritun samnings

Mynd: Bergsteinn Jónsson framkvæmdarstjóri Unicef á Íslandi, Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar, Erna Reynisdóttir framkvæmdarstjóri Barnaheilla - Save the children á íslandi og Salvör Nordal umboðsmaður barna.