Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Námskeð fyrir talsmenn barna á Alþingi

Nokkrir nýskipaðir talsmenn barna á Alþingi sóttu námskeið í réttindum barna föstudaginn 2. mars síðastliðinn. Ungmenni frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna, ungmennaráði UNICEF og ungmennaráði Barnaheilla sáu um fræðsluna. Námskeiðið tókst vel og góðar umræður spruttu á milli þeirra þingmanna sem hana sóttu. 

Talsmenn barna á Alþingi skipa þingmenn úr öllum flokkum og eitt af þeirra hlutverkum er að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínum störfum. Fyrstu talsmenn barna skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis á 25 ára afmæli Barnasáttmálans og er þetta í þriðja sinn sem talsmenn barna á Alþingi eru tilnefndir. 

Mynd: Ungmenni með fræðslu fyrir þingmenn

Mynd: Nokkrir talsmenn Barna á Alþingi