Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málstofa um stöðu og aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra

Landssamtökin Þroskahjálp og Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar  standa fyrir:

Málstofu um stöðu og  aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra. 
Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 27. október 2017  kl. 8.30-12.00.

Málstofan er haldin í samvinnu við Barnaheill,  Barnaverndarstofu, barnavernd Reykjavíkur, Samband ísleskra sveitarfélaga , umboðsmann barna,  velferðsvið Reykjavíkurborgar og velferðaráðuneytið.

Hægt er að skrá sig hér á heimasíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar

 

Dagskrá:

8.30-8.35 Setning.

8.35-8.50 Virðing fyrir heimili og fjölskyldulífi. Uppfyllir Ísland ákvæði 23 gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks?  
Fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu.

8.50- 9.05 Staða seinfærra foreldra hérlendis.  
Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor.

9.05.9.10 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.10-9.25 Aðkoma mæðra- og ungbarnaverndar að aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.
Sesselja Guðmundsdóttir sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar, þróunarstofu heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

9.25-9.30 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.30-9.45 Hlutverk Barnaverndarstofu gagnvart seinfærum foreldrum.  
Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu.  

9.45-9.50 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

9.50-10.05   Skref fyrir skref þjónusta fyrir seinfæra foreldara ungra barna .                            
Lilja Rós Agnarsdóttir félagsráðgjafi og yfirmaður Áttunar uppeldisráðgjafar í Kópavogi

10.05-10.25 Kaffi

10.25-10.40 Hvernig veitir félagsþjónusta  sveitarfélaga  seinfæru foreldri aðstoð?
Anna Marit Níelsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir, Akureyri.

10.40-10.55 Eftirlit og skyldur barnverndar varðandi aðstoð við seinfæra foreldra og börn þeirra.
Fulltrúi frá barnvernd Reykjavíkur.

10.55-11.00 Fyrirspurn/innlegg frá seinfæru foreldri.

11.00-11.15   Aðkoma réttindagæslu málefna fatlaðs fólks að aðstoð við seinfæra foreldra.
Auður Finnbogadóttir, réttindagæslumaður.

11.15-11.30 Að alast upp hjá seinfæru foreldri.
Lilja Árnadóttir.

11.30-11.45 Réttarstaða seinfærra foreldra í barnverndarmálum.  
Oddgeir Einarsson, lögmaður.

11.45-12.00 Hvað þarf að laga varðandi aðstoð við seinfæra foreldra?
María Hreiðarsdóttir, móðir.

12.00. Niðurstöður og ráðstefnuslit.