Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Málþingið verður verður haldið í Háskóla Íslands, Stakkahlíð, fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi kl. 10-16. 

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.Á málþinginu verða niðurstöður úttektarinnar teknar til umfjöllunar og umræðu, ásamt hugmyndum um aðgerðir. Niðurstöður málþingsins verða hafðar til hliðsjónar við framkvæmd aðgerðaáætlunar ráðherra.

Málþinginu verður einnig streymt á vefnum. 

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna hér á vefsíðu menntamálaráðuneytisins

 

9 Menntun Vid Haefi