Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ungmenni með réttindafræðslu fyrir ráðherra og ráðuneytisstarfsmenn

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna hefur staðið að réttindafræðslu fyrir ýmsa aðila sem koma að málefnum barna. Hópurinn, sem samanstendur af ungmennum 13 - 17 ára, hefur meðal annars boðið uppá fræðslu til stjórnmálamanna og -kvenna um störf hópsins og réttindi barna. 

Að þessu sinni var þessi réttindafræðsla veitt Þorsteini Víglundssyni félagsmála- og jafnréttisráðherra, Óttari Proppé heilbrigðisráðherra og starfsfólki þeirra ráðuneyta í morgun. Það voru þær Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir og Inga Huld Ármann sem sáu um fræðsluna. 

Fræðslan tókst afar vel og spruttu margar góðar og gagnlegar umræður á eftir. Það þótti sérstaklega verðmætt að fá fræðslu um réttindi barna frá fyrstu hendi, börnunum sjálfum. 

 

Rettindafraedsla01

Lilja Hrönn og Inga Huld fræða um réttindi barna 

Rettindafraedsla02

Ungmenni frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna ásamt ráðherrum

 

Uppfært 7. apríl: Lesa má nánar um fræðsluna í frétt á vef velferðarráðuneytisins hér.