Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Gleðilegt sumar

Á morgun fagna landsmenn sumarkomu og jafnvel þó veðráttan eigi það til að vera ekki mjög sumarleg um þessar mundir má búast við að mörg sveitarfélög verði með hátíðarhöld í tilefni dagsins. Skátarnir verða með sína árlegu skátamessu í Hallgrímskirkju og bjóða upp á heitt skátakakó, sem getur verið nauðsynlegt á köldum sumardögum. Í Reykjavík verður sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar með margvíslegri fjölskylduskemmtun sem lesa má nánar um hér

Umboðsmaður barna óskar öllum börnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og minnir á að góð sumargjöf getur falist í góðri og skemmtilegri samveru með fjölskyldunni. 

3 Hagsmunir Barna I Forgang