Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Könnun um ungmennaráð sveitarfélaga

Í samræmi við 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga,  nr. 70/2007 kemur fram að sveitastjórnum beri að hlutast til um að stofnuð séu sérstök ungmennaráð. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitastjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnirnar sjálfar eiga síðan að setja sér nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráðið. Þetta ákvæði æskulýðslaganna er í anda 1. mgr. 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna  þar sem fram kemur að tryggja skuli rétt barna  til að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum sem varða þau og að tekið skuli réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.

Umboðsmaður barna hefur reynt að stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu og einn liður í því er að halda utan um hvernig málefnum ungmennaráða er háttað á landinu.  Umboðsmaður barna hefur því óskað eftir upplýsingum frá öllum sveitarfélögum um stöðu ungmennaráða.  

Starfsmaður embættisins Eðvald Einar Stefánsson tekur á móti fyrirspurnum varðandi þessa könnun í gegnum tölvupóst edvald@barn.is eða í síma 552-8999.

4 Hafa Ahrif