Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður barna heimsækir Vestmannaeyjar

Í gær heimsótti Margrét María, umboðsmaður barna, Grunnskóla Vestmannaeyja. Margrét María var með kynningu á embættinu og barnasáttmálanum fyrir alla eldri bekki skólans og vel var tekið á móti henni.  Embættið fær töluvert af fyrirspurnum bæði frá fullorðnum og börnum og það mátti sjá nokkra aukningu á þeim fyrirspurnum sem berast embættinu eftir þessa flottu heimsókn. Það er gott að vita til þess að nemendur í Vestmannaeyjum virðast almennt vera mjög meðvitaðir og áhugasamir um sín réttindi og Barnasáttmálann í heild. 

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 þegar Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli voru sameinaðir. Skólinn er aldursskiptur og eru nemendur í 1. - 5. bekk í Hamarsskóla meðan 6. - 10. bekkur er í Barnaskólanum. Skólastjóri er Sigurlás Þorleifsson. 

 

Grv02

Grv04

Grv01

 

Umboðsmaður barna hafði það markmið að vera búinn að heimsækja alla grunnskóla landsins fyrir maílok á þessu ári. Með þessari heimsókn hefur því markmiði verið náð og hafa nú allir grunnskólar landsins, 177 talsins, verið heimsóttir, annað hvort af umboðsmanni sjálfum eða starfsmanni embættisins.