Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Undirskriftarsöfnun ungmennaráða gegn áfengisfrumvarpi

Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin stendur nú fyrir undirskriftalista gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.

Undirskriftin er hvatning til alþingismanna að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu á verslun með áfengi og tóbak (Þingskjal 13 – 13. mál) sem nú liggur fyrir Alþingi og standa vörð um góðan árangur í áfengis- og vímuefnamálum ungs fólks á Íslandi.

Hægt er að rita nafn sitt á undirskriftarlistann með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan. 

Undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.

 

 

8 Vernd Og Oeryggi