Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skipta raddir ungs fólks máli?

Í gær, 18. febrúar, stóð Evrópa unga fólksins, í samstarfi við umboðsmann barna, UMFÍ, SAMFÉS og Samband íslenskra sveitarfélaga,  fyrir ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli?

Á ráðstefnunni mættu fjölmörg ungmenni frá hinum ýmsu ungmennaráðum á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka, ásamt starfsfólki sem starfar með þeim. Fjallað var um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna út frá ýmsum hliðum og farið yfir ýmis hagnýt ráð sem ungmennaráð geta nýtt í störfum sínum.

Starfsfólk umboðsmanns barna, ásamt tveimur fulltrúum úr ráðgjafarhópi embættisins, tóku þátt í ráðstefnunni. Þar að auki voru fyrrverandi fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, Unnur Helgadóttir og Bjartur Thorlacius, með erindi og málstofu um mikilvægi þátttöku ungs fólks.

Ráðstefnan var afar vel heppnuð og skemmtileg. Árið 2016 mun Evrópa unga fólksins leggja sérstaka áherslu á ungmennaráð og þátttöku ungmenna og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. 

 

Radstefna1

Radstefna2