Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fræðslurit um réttarkerfið og kynferðisofbeldi gegn börnum

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og Rannsóknarstofa Ármanns Snævarr (RÁS) um fjölskyldumálefni hafa nú gefið út fræðsluritið Kynferðisofbeldi gegn börnum. Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna.

Ritið er einkum ætlað fagstéttum sem starfa innan réttarkerfisins, en allir sem láta sig kynferðisofbeldi gegn börnum varða ættu einnig að hafa gagn af lestri þess.

Markmið ritsins er að greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Lanzarote samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu og Leiðbeiningareglna Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu og draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfis á málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Í ritinu er einnig meðferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins kortlögð, fjallað er um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila og greint hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarvinnubrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

Höfundar eru Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen.

Sjá nánar á leidinafram.is/.