Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Haustdagskrá RannUng

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) hefur gefið út haustdagskrá 2013.

Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna á aldrinum 0 - 8 ára og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.

Dagskráin lítur svona út:

27. september: Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun.
Heimasíða Menntakviku: http://vefsetur.hi.is/menntakvika/
Þátttakendur í starfendarannsókninni Leikum, lærum og lifum munu vera með kynningar. Rannsóknin fór fram í Kraganum og var m.a. tilgangur hennar að efla tengsl milli vettvangs og fræðasviðs.
Kynningarnar verða í tveimur málstofum
Kl. 10:30-12:00 Stofa H-207: Lýðræði í leikskólastarfi, vellíðan í leikskóla, læsi og samskipti.
Kl. 13:00-14:30 Stofa H-207: Sjálfbærni og vísindi í leikskóla og sköpun.
 
2. október: Hádegisrabb RannUng. Hanna Rós Jónasdóttir leikskólakennari, fjallar um meistararitgerð sína: „Þú þarft að vera búinn að afla þér þekkingar á mjög mörgum sviðum til þess að geta sýnt góða fagmennsku.“ Reynsla fimm leikskólakennara af eigin fagmennsku, andstæðum viðhorfum í samfélaginu og sýn á leikskóla framtíðarinnar.
Stofa H-208 - Kl. 12:10 – 13:00.
 
10. október: Fyrirlestur um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og námsefnið lífsmennt. Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari í leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi fjallar um  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lífsmennt í leikskólastarfi. Leikskólinn fékk nýlega jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar fyrir starf sitt.
Stofa H201 - Kl. 15:30-16:30
 
24. október: Hádegisrabb RannUng. Sara Margrét Ólafsdóttir leikskólakennari fjallar um meistararitgerð sína: „Það skapar vellíðan að þurfa ekki að keppast við tímann“ áhrif ólíks skipulags á vellíðan barna í leikskóla.
Stofa H208 - Kl. 12:10-13:00.
 
7. nóvember: Málþing um starf með yngstu börnum leikskólans: Hvað felst í gæðastarfi með yngstu börnum leikskólans: Réttur barna og hlutverk leikskólakennara.
- Arna H. Jónsdóttir lektor á Menntavísindasviði HÍ: Yngstu leikskólabörnin: Hvenær ættu þau að byrja og hversu lengi ættu þau að dvelja?
- Hrönn Pálmadóttir lektor á Menntavísindasviði HÍ: Yngstu leikskólabörnin og leikur.
- Þátttakendur í þróunarverkefninu Skína smástjörnur fjalla um starf sitt. Verkefnið er unnið í samstarfi leikskólanna Björtuhlíðar, Hálsaskóga, Langholts og Laugasólar.
Bratti - Kl. 13-16
 
14. nóvember: Hádegisrabb RannUng: Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri, fjallar um meistararitgerð sína: Starfsumhverfi leikskólastjóra: Gildi og gildaklemmur.
Stofa H208 - Kl. 12:10 – 13:00.

Skrifstofa RannUnger á Menntavísindasviði, Stakkahlíð E-204. Skrifstofan er opin frá 9:00 - 13:00 alla virka daga.