Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Grunnskólanemar að störfum

4331058 Snorri Og David Starfsnemar

Dagana 29. - 30. janúar fjölgaði starfsmönnum umboðsmanns barna um tvo en þá daga voru grunnskólanemarnir Snorri og Davíð í starfsnámi á skrifstofunni. Verkefni þeirra voru m.a. að aðstoða við opið hús hjá embættinu, taka þátt í fundi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og að kynna embættið fyrir nemendum í 6. bekk Háaleitisskóla. Auk þess tóku þeir þátt í umræðum og daglegum störfum embættisins.

Báðir stóðu þeir sem mætavel og voru skemmtileg viðbót við þennan annars fámenna vinnustað. Starfsfólk umboðsmanns barna þakkar þeim Davíð og Snorra kærlega fyrir góða viðkynningu  og áhugann á réttindum barna.