Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum - tillögur UNICEF á Íslandi

Vegna umræðu í samfélaginu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í tengslum við viðamikla umfjöllun Kastljóss hefur UNICEF á Íslandi ákveðið að gera opinberar tillögur og tölfræði úr skýrslu samtakanna um auknar forvarnir gegn hvers kyns ofbeldi gegn börnum. Gögnin eru hluti af skýrslu sem UNICEF á Íslandi hefur unnið að síðastliðið ár. Skýrslan verður kynnt í heild sinni í lok febrúar.

Í umræðunni sem vaknað hefur eftir umfjöllun Kastljóss hefur ítrekað verið kallað eftir aðgerðum til verndar börnum. UNICEF á Íslandi telur því skynsamlegt að birta þau gögn skýrslunnar sem tengjast slíkum forvörnum. Ástæða er til að fagna þeim skýra vilja sem komið hefur fram síðastliðna daga til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Það er von UNICEF á Íslandi að ofbeldi gegn börnum hér á landi verði rætt í víðu samhengi og með réttindi og velferð barna að leiðarljósi.

Umboðsmaður barna fagnar þessu framtaki UNICEF og mælir með því að sem flestir kynnir sér tillögur á vef þeirra.