Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fáðu já! frumsýnd í dag

Í dag var frumsýn kvikmynd sem verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum lét gera.

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Leikstjóri myndarinnar er Páll Óskar Hjálmtýsson en auk hans gerðu Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritið og unnu að gerð myndarinnar. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin verði sýnd í öllum 10. bekkjum grunnskóla og einnig í öllum framhaldsskólum.

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti standa að vitundarvakningunni um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.  Sjá nánar hér á vef menntamálaráðuneytisins.

www.faduja.is.