Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umboðsmaður barna flytur

Kringlan 1Starfsfólk umboðsmanns barna stendur nú í ströngu við að undirbúa flutninga. Til stendur að embættið skipti um húsnæði í næstu viku og því má búast við að afgreiðsla þess geti verið takmörkuð vikuna 10. til 15. desember. Reynt verður að svara erindum frá börnum samdægurs en fullorðnir gætu þurft að bíða lengur.

Líklegt er að símakerfið muni liggja niðri 11. og 12. desember. Þeir sem eiga áríðandi erindi við umboðsmann barna er bent á að hringja í s. 862 0414 þessa daga.

Nýtt heimilisfang umboðsmanns barna er Kringlan 1, 5. hæð.