Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Jólakveðja

Starfsfólk umboðsmanns barna óskar öllum börnum, fjölskyldum þeirra og samstarfsaðilum embættisins gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.

Samstarfsfólki úr hinum ýmsu geirum, þeim sem leitað hafa til embættisins og öllum þeim sem umboðsmaður barna hefur heimsótt er þakkað góð samskipti á árinu sem er að líða.

Að venju sendir umboðsmaður ekki út hefðbundin jólakort en setur þess í stað nokkrar gjafir til barna og ungmenna undir jólatré Mæðrastyrksnefndar í Kringlunni.

Vegna flutninga var ekki opið hús um jólin eins og vinir og velunnarar embættisins hafa eflaust tekið eftir. Úr því mun þó verða bætt á nýju ári í nýju húsnæði embættisins í Kringlunni 1.

 

„Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!“

Texti: Friðrik Guðni Þorleifsson