Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ný heimasíða hjá Náum áttum

Náum áttum er fræðslu- og forvarnarhópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Í hópnum eiga sæti, auk umboðsmanns barna, fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem ákveða saman fundarefni og skipuleggja dagskrá fundanna og útvega einnig fyrirlesara og aðstöðu. Nú hefur verið opnuð ný heimasíða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um alla fundina og ítarefni eins og t.d. glærur með fyrirlestrum. Einnig má nálgast upplýsingar og skráningarform fyrir næstu fundi.

Hér getur þú farið inn á heimasíðu Náum áttum hópsins.