Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Námskeið Greiningarstöðvar á haustmisseri

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins býður upp á margvísleg fræðslunámskeið um ýmis efni sem tengjast fötlunum barna, s.s. um ýmsar fatlanir, um þjálfunar- og meðferðarleiðir og fleira. Í mörgum tilfellum er hægt að óska eftir að tengjast námskeiði um fjarfundabúnað.

Greiningarstöðin gefur tvisvar sinnum á ári út yfirlitsbækling um námskeið á næstunni. 

Fræðslunámskeiðin eru ætluð þeim sem vinna með börnum með þroskafrávik og fatlanir og eru einnig opin foreldrum og öðrum aðstandendum. Á hverju ári sækir hátt á annað þúsund manns þessi námskeið, s.s. starfsfólk leik- og grunnskóla, fagfólk úr ýmsum faggreinum, auk foreldra.