Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum - Málstofa

Málstofa um barnavernd verður haldin mánudaginn 31. október kl. 12:15 - 14:15. Yfirskriftin er Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum

Málstofan er haldin á vegum Barnaverndarstofu, Barnaverndar Reykjavíkur, félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands (HÍ) og faghóps félagsráðgjafa í barnavernd.

Fyrirlesari: María Gunnarsdóttir félagsráðgjafi í Reykjanesbæ
Tími: Mánudagur 31. október kl. 12.15 - 14.15
Staður: Barnaverndarstofa, Höfðaborg

Áhersla hefur verið lögð á að veita fjölskyldum innan barnaverndar stuðning á heimili. Stuðningsúrræðið tilsjón er eitt af þeim lögbundnu úrræðum, skv. barnaverndarlögum, sem barnaverndarnefndir hafa þar sem markmiðið er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu á heimilinu. Um er að ræða einstaklingsmiðaða þjónustu út frá þörfum fjölskyldunnar. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem markmiðið var að skoða hvenær tilsjón er beitt í barnaverndarmálum, hver reynslan var af úrræðinu, vinnuaðferðir félagsráðgjafa við beitingu úrræðisins og þátttöku barna og foreldra.