Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Opinber umfjöllun um afbrot barna - Málþing

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og umboðsmaður barna bjóða til málþings föstudaginn 4. mars, frá kl. 13.15-16.30 í stofu M.1.01 (Bellatrix) á 1. hæð skólans að Menntavegi 1.
 
Dagskrá:
 
13.15 Svala Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, flytur inngangsorð og sér um fundarstjórn.
 
13. 25 “Við erum líka fólk”. Viðhorf til barna. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.
 
13.45 Hvaða máli skiptir stimplun afbrotamanna? Dr. Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við félags- og mannvísindadeild HÍ.
 
14. 05 Birting dóma á netinu: Sakamál þar sem dómfelldu eru börn. Þórdís Ingadóttir, dósent við HR og fulltrúi í Dómstólaráði.
 
14.25 Kaffihlé.
 
14. 45 Tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífs á vogarskálunum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir hdl.
 
15.05 Hagsmunir barna ofar öllu. Reynir Traustason, ritstjóri DV.
 
15.25 Réttur barns til verndar – tekur hann til allra barna? Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu.
 
15.45 Fyrirspurnir og umræður.