Fréttir: september 2010

Fyrirsagnalisti

23. september 2010 : Drög að reglugerð um hollusthætti á sund- og baðstöðum

Umboðsmaður barna óskaði eftir að fá að veita umsögn um drög að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Umsögn sína sendi hann umhverfisráðuneytinu í tölvupósti hinn 23. september 2010.

20. september 2010 : Vilt þú fræðast um réttindi barna?

Umboðsmaður barna hefur sent tölvupóst til allra grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sveitarfélaga og ýmissa samtaka sem vinna með börnum þar sem boðið er upp á kynningu á embættinu og réttindum barna.

16. september 2010 : Eineltisátak – opnir borgarafundir

Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, Velferðarráðuneytin þrjú, mennta-  og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila hefja nú eineltisátak á landsvísu á 11 stöðum á landinu.

14. september 2010 : Fyrsti fundur ráðgjafarhópsins í vetur

Á morgun hefst vetrarstarf ráðgjafarhóps umboðsmanns barna. Á Facebook hefur verið birt dagskrá fundarins.

13. september 2010 : Eineltisáætlun - hvað svo?

Samstarfshópurinn Náum áttum heldur sinn fyrsta morgunverðarfund á þessu misseri miðvikudaginn 15. september á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 8:15–10:00. Efni fundarins er Eineltisáætlun - hvað svo?

7. september 2010 : Við upphaf skólagöngu

Samtökin Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa tekið saman atriði sem gott er fyrir foreldra að hafa í huga þegar barn byrjar í grunnskóla.

7. september 2010 : Ársskýrsla 2009 komin út

Út er komin skýrsla umboðsmanns barna til forsætisráðherra um störf embættisins á árinu 2009.

Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica