Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði"

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hélt í annað sinn ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, dagana 7. – 9. apríl. Að þessu sinni var hún haldin á Laugum í Dalabyggð. Markmið ráðstefnunnar var að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni sem starfa í ungmennaráðum um allt land og var hún vel sótt af ungmennum og öðrum sem áhuga hafa á lýðræðislegri þátttöku ungs fólks.

Frá umboðsmanni barna sóttu tvö ungmenni ráðstefnuna en það eru þau Ásgerður Heimisdóttir og Sveinn Breki Hróbjartarson. Þau eru bæði þátttakendur í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna. Einnig hélt Margrét María, umboðsmaður barna, erindi um stöðu ungmennaráða og skólaráða í landinu.

Í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna eru starfandi ungmenni á aldrinum 14 – 17 ára af höfuðborgarsvæðinu. Ráðgjafarhópurinn er ætlað að vera ráðgefandi fyrir umboðsmann barna á málefnum er varðar börn sjálf. Einnig kemur hann með hugmyndir til umboðsmanns barna um þær áherslur.