Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fræðsluefni um áhrif koffíns

Matvælastofnun (MAST) hefur gefið út fræðsluefni til að upplýsa foreldra, börn og unglinga um áhrif koffíns á líkamann og þær hættur sem kunna að steðja af ofneyslu þess.

Matvælastofnun bendir á að samkvæmt könnunum sé neysla Íslendinga á gosdrykkjum, þ.á m. kóladrykkjum sem innihalda koffín, með því mesta sem þekkist, einkum meðal unglinga. Nýir orkudrykkir og orkuskot með mjög háu koffíninnihaldi hafa komið á markað í kjölfar þess að hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum var afnumið árið 2008. Aukin neysla á koffíni hefur vakið upp spurningar um áhrif á heilsufar en í fræðsluefni MAST kemur m.a. fram að eitt orkuskot getur innihaldið allt að tvöfalt meira koffín en ráðlagt er að 50 kg unglingur neyti á einum degi!

Skoða fræðsluefni á vef Matvælastofnunar um áhrif koffíns.