Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna

Í frétt á vef Landlæknis, dags 05.02.2010, segir frá efni fyrirlesturs sem Nicholas James Spencer, prófessor emeritus, hélt nýlega fyrir starfsfólk Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar um áhrif efnahagskreppunnar á heilsu barna. 

Niðurstaða hans er sú að helst þurfi að huga að geðheilsu barna og fjölskyldna og að áhrifa efnahagskreppunnar geti hugsanlega orðið fyrst vart eftir mörg ár. Því sé nauðsynlegt að slá ekki slöku við í að fylgjast með heilsu þeirra.

Nick J. Spencer er prófessor emeritus við School of Health and Social Studies við háskólann í Warwick í Bretlandi. Hann er einnig forseti European Society of Social Paediatrics and Child Health. Hann hefur á ferli sínum einkum rannsakað félagsleg áhrif á heilsu barna, sérstaklega fátækt barna og hefur ritað bækur og birt fjölda fræðigreina á því sviði.