Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Æskulýðssjóður

Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóð. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar n.k. Við úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2010 verður lögð áhersla á umsóknir æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka um verkefni er miða að mannréttindafræðslu og lýðræðislegri þátttöku ungmenna í samfélaginu og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:

1.Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
2.Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
3.Nýjungar og þróunarverkefni.
4.Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

www.aeska.is