Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn

Langar þig að hitta stjórnmálamenn og segja þeim skoðanir þína?
Viltu að stjórnmálamenn setji málefni ungs fólks í forgang?
Finnst þér stjórnmálamenn ekki standa sig nægilega vel að huga að málefnum ungs fólks?

Komdu þá á stefnumót ungs fólks við stjórnmálamenn í dag milli 16:00-18:00 í Gyllta sal Hótel Borgar.

Í dag, mánudaginn 23. nóvember, standa Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn fyrir stefnumóti ungs fólks við stjórnmálamenn. Þar gefst ungu fólki tækifæri á að koma málefnum er þau varðar á framfæri við stjórnmálamenn. Nú þegar hafa þrír ráðherrar, þau Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Kristján Möller Samgönguráðherra, boðað komu sína. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir ungt fólk að láta rödd sína heyrast.