Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Nýtt rit NORDBUK um lýðræðisþátttöku barna

Í tengslum við 20 ára afmæli Barnasáttmálans hefur Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) gefið út rit sem hefur að geyma 23 greinar um lýðræðisþátttöku barna og ungmenna á Norðurlöndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Þær greinar sem birtast í ritinu gefa víðtæk dæmi um það hvernig hægt er að vinna með raddir barna á ólíkum sviðum samfélagsins. Ætlunin er að þau dæmi sem gefin eru í bókinni geti orðið innblástur og verið leiðbeinandi fyrir þá sem vinna með börnum og ungmennum.

Fjölmörg verkefni frá Íslandi komu voru tilnefnd í bókina og voru fjögur verkefni valin. Þau eru verkefnið Ég veit sko allt um Sæborg frá leikskólanum Sæborg sem er gott dæmi um það hvernig börn geta haft áhrif dags daglega, verkefni frá Mosfellsbæ þar sem börn frá aldrinum 2 – 16 ára eru höfð í ráðum við innleiðingu nýs skólaprógramms, frá Garðabæ þar sem börn eru höfð með í ráðum við skipulagningu skólabyggingar og samstarfsverkefni ÍTR og Unicef á Íslandi um skipulagningu ungmennaráða á styrktartónleikum.

NOVA (Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring) heldur utan um útgáfuna en verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.  NORDBUK (Norræna barna- og unglinganefndinni) sem er ráðgefandi samræmingaraðili um öll málefni barna- og unglinga hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Nánar á hérá www.nova.no og á www.norden.org/is.

Ritið er til á bókasafni umboðsmanns barna og er öllum frjálst að koma og glugga í það.