Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Opið málþing: Barnvænt samfélag

Samtök atvinnulífsins, Félag leikskólakennara og Heimili og skóli efna til opins málþings um barnvænt samfélag þriðjudaginn 10. nóvember á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið fer fram í Gullteig og stendur frá kl. 8-11. Markmið með málþinginu er að skapa tækifæri fyrir hagsmunaaðila til að ræða um barnvænt samfélag út frá ólíkum sjónarhornum.

Frummælendur eru Sæunn Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar Árin sem enginn man, Ragnhildur Sverrisdóttir, foreldri, Arnar Yngvason, leikskólakennari,  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur og  Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri Icelandair.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ávarpar þingið en þinginu stýrir Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Að loknum umræðum fara fram umræður og hópastarf.

Skráning og morgunhressing frá kl. 8:00 en dagskrá hefst stundvíslega kl. 8:30 og verður lokið ekki síðar en kl. 11:00.