Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Norrænt rit um þátttöku barna

Um þessar mundir er verið að vinna að samnorrænni útgáfu bókar þar sem verkefni þar sem unnið er markvisst með raddir barna eru kynnt. Útgáfan er unnin í tilefni af 20 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er áætlað að hún komi út á 20 ára afmælidegi sáttmálans sem er 20. nóvember.

Mánudaginn 5. október funduðu tólf fulltrúar frá ráðuneytum, skrifstofum umboðsmanna barna og frjálsum félagasamtökum frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum, Álandseyjum og Grænlandi á skrifstofu umboðsmanns barna til að yfirfara efni bókarinnar. Farið var yfir verkefnin og skoðað á hvernhátt þau veittu börnum tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og að hversu miklu leyti tekið var tillit til þeirra í ákvörðunartöku en það er í samræmi við 12. grein barnasáttmálans.

Fjögur verkefni koma frá Íslandi og þau eru frá leikskólanum Sæborg, Mosfellsbæ, Garðabæ og samstarfsverkefni ÍTR og Unicef á Íslandi.

NOVA (Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring) heldur utan um útgáfuna en verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.  NORDBUK (Norræna barna- og unglinganefndinni) sem er ráðgefandi samræmingaraðili um öll málefni barna- og unglinga hjá Norrænu ráðherranefndinni.