Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna

Tilkynning um umsóknarfrest hjá Evrópu unga fólksins - Youth in Action - Ungmennaáætlun Evrópusambandsins 2007 - 2013.

Næsti umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum er 1. nóvember 2009.
Verkefnin verða að hefjast á tímabilinu 1. febrúar – 31. júlí 2010.
Umsækjendur eru hvattir til að lesa Handbók 2009 í umsóknarferlinu.
Umsóknarfrestir eru fimm sinnum á ári og er einnig hægt að sækja um styrk 1. febrúar 2010.

Evrópa unga fólksins (EUF) veitir styrki til fjölbreyttra verkefna. Markhópurinn er 13-30 ára og þeir sem starfa með ungmennum. Hægt er að sækja um í eftirtalda flokka:

Ungmennaskipti
Skólahópar, hópar úr félagsmiðstöðvum eða ungmennahúsum, og ungmenni í æskulýðsstarfi  geta fengið styrk til að mynda tengsl við sambærilega hópa í öðrum Evrópulöndum.

Frumkvæði ungs fólks
Ungir frumkvöðlar geta fengið styrk til að koma hugmyndum sínum á framfæri.  Styrkir eru veittir til verkefna sem unga fólkið kemur með hugmyndir að og skipuleggur vinnuna með aðstoð leiðbeinenda.

Lýðræðisverkefni
Verkefni í þessum flokki eru ætluð til þess að hvetja ungt fólk til að taka virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi og til þess að þau láti sig umhverfi sitt skipta.

Sjálfboðavinna
Ungt fólk getur fengið styrk til að vinna sjálfboðaliðastörf erlendis í allt að 12 mánuði. Stofnanir/samtök geta einnig útbúið verkefni og fengið til sín sjálfboðaliða í 2 – 12 mánuði.  Þannig geta þau útvíkkað starfið og fengið nýjar víddir með því að fá áhugasamt ungt fólk frá Evrópu með í hópinn.

Þjálfun og samstarf
Í þessum flokki eru veittir styrkir til þeirra sem eru virkir í ungmennastarfi og hafa hug á að  skipuleggja og/eða sækja tengslaráðstefnur og ýmis námskeið og kynningar.

Evrópa unga fólksins / Youth in Action  www.euf.is
Evróvísir / Eurodesk  www.evrovisir.is
Evrópska ungmennagáttin / European Youth Portal  www.europa.eu/youth