Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Vilt þú vera með í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna?

Umboðsmaður barna óskar eftir umsóknum frá börnum 13 – 17 ára til að starfa í ráðgjafarhópi sínum.  Hlutverk ráðgjafarhóps umboðsmanns barna er að veita umboðsmanni ráðgjöf í málefnum líðandi stundar sem og að koma með athugasemdir um þau mál sem brenna á börnum og ungmennum hverju sinni. 
Hópurinn fundar einu sinni í mánuði á þriðjudögum frá klukkan 15:30 – 17:00 á skrifstofu umboðsmanns barna á Laugavegi 13. 

Enn vantar um 5 aðila til að starfa í hópnum og eru öllum ungmennum á aldrinum 13 – 17 ára velkomið að sækja um í hópnum með því að senda póst á ub@barn.is eða hringja til okkar í síma 552-8999.  Þar verður að koma fram nafn, aldur, skóli og af hverju þið viljið starfa í ráðgjafarhóp umboðsmanns barna.