Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Athygli er vakin á norrænni ráðstefnu um jafnréttisfræðslu í skólum sem haldin verður í Reykjavík 21. – 22.  september n.k.  Ráðstefnan er kjörin vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Áhersla er lögð á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi. 

Ráðstefnan, hefst að kvöldi 21. september, hún fer  fram á skandinavísku og  ensku og verður túlkuð.

Skráning og nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni formennska2009.jafnretti.is.