Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hlutverk umsjónarkennara í grunnskólum

Umsjónarkennarar hafa veigamiklu hlutverki að gegna skv. 2. mgr. 13. gr. laga um grunnskóla nr 91/2008, sem fjallar um rétt nemenda:

     Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.

Umsjónarkennarar eru því lykilpersónur í skólastarfinu. Umsjónarkennarar geta líka vísað nemendum sínum til fagfólks innan skólans, s.s. hjúkrunarfræðings eða námsráðgjafa. Um hlutverk umsjónarkennara segir í aðalnámskrá almennum hluta 2006 (bls. 22):

     Hann er öðrum fremur tengiliður skólans við heimilin og einnig fylgist hann náið með námi nemenda sinna og þroska og breytingum á högum og atferli nemenda sem skipt geta máli hvað varðar frammistöðu og líðan þeirra í skólanum. Hann leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar þá og ráðleggur þeim um persónuleg mál. Umsjónarkennarar og námsráðgjafar gegna að þessu leyti mjög mikilvægu hlutverki.

Umsjónarkennari er tengiliður skólans við forráðamenn nemenda.  Það er hans hlutverk að hafa gott samband milli heimilis og skóla. Umsjónarkennarar hafa yfirleitt ákveðna viðtalstíma en sinna samskiptum að öðru leiti í samvinnu við forráðamenn nemenda.

Umfjöllun um grunnakólann á vefsvæði umboðsmanns barna.