Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Heimsókn frá leikskólanum Nóaborg

Börn frá Nóaborg í heimsókn

Í gær komu börn og starfsfólk frá leikskólanum Nóaborg í heimsókn á skrifstofu umboðsmanns barna. Börnin skoðuðu sýningu á verkum barna í leik- og grunnskólum sem unnin var í tengslum við skólaverkefnið Hvernig er að vera barn á Íslandi? Börnin höfðu margt að segja starfsfólki embættisins, bæði um eigin tilveru og langanir og voru til fyrirmyndar í alla staði.

Umboðsmaður barna þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna og býður aðra leikskólahópa sem vilja koma og skoða sýninguna velkomna. Áhugasamir hafi samband við edvald@barn.is.