Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Börn og unglingar í kreppu - hvað er til ráða?

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska/Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda. Þar verður foreldrum/forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.

Fundirnir eru alla miðvikudaga frá klukkan 16:30 - 18:00 í Foreldrahúsi, Borgartúni 6 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sálfræðingur. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna www.vimulaus.is.