Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Ráðstefnan: Mótun stefnu um nám alla ævi.

Ráðstefnan Mótun stefnu um nám alla ævi verður haldin í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 9-17. Er hún liður í þátttöku menntamálaráðuneytis í verkefnum á vegum Evrópusambandsins um umbætur í menntakerfum Evrópu til ársins 2010.

Samkvæmt Lissabon-yfirlýsingunni frá árinu 2000 er stefnt að því að Evrópa verði samkeppnishæfasta þekkingarsamfélag heims árið 2010. Til að nálgast þetta markmið er unnið á mörgum vígstöðvum meðal annars í menntamálum undir heitinu „Menntun og þjálfun 2010” (“Education and Training 2010”). Ísland hefur tekið virkan þátt í þessari vinnu að umbótum í menntamálum og átt um það samráð og samstarf við önnur Evrópuríki.

Frá því í haust hafa fimm umræðuhópar verið að störfum hér á landi. Þeir hafa fjallað um þróun þrepaskiptingar náms, brotthvarf frá námi, eflingu fullorðinsfræðslu, þróun kennaramenntunar og styrkingu starfsmenntunar.

Markmiðið með störfum umræðuhópanna og með ráðstefnunni „ Mótun stefnu um nám alla ævi" er að varpa ljósi á stöðu mála á Íslandi með hliðsjón af þróuninni í Evrópu. Rædd hafa verið fram ýmis álitamál með það að markmiði að hvetja til opinnar umræðu um þróun menntamála hér á landi.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til astridur@hi.is .

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.