Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Athugasemdir vegna kvikmynda sem sýndar hafa verið í kvikmyndahúsum

Reglulega berast umboðsmanni barna athugasemdir vegna kvikmynda sem verið er að sýna í kvikmyndahúsum á Íslandi. Oftast eru þessar athugasemdir vegna kynningamyndbanda á öðrum kvikmyndum en þeirri sem til stendur að horfa á. Einnig ber á athugasemdum vegna kvikmynda sem að mati foreldra/forráðamanna barna eru ekki við hæfi fyrir börn í þeim aldurshópi sem auglýst er að myndin sé ætluð. Af þessu tilefni hefur umboðsmaður barna sent bréf til barnaverndarstofu þar sem farið er frá á að barnaverndarstofa taki málið til meðferðar í samræmi 5. gr. laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum nr. 62/2006.